2015-2019

2015

Í april 2015 tók kórinn, undir stjórn Þorsteins Sigurðsonar,  þátt í kóramóti í London þar sem 11 íslenskir kórar frá Norðurlöndum, Englandi og Hollandi komu saman og sungu í St. Mary Abbot’s Church.

Dagurinn var tekinn snemma með æfingum um morguninn, sjálfir tónleikarnir voru klukkan 17:00. Það var vel mætt og þetta voru magnaðir og vel heppnaðir tónleikar. Ekki eitt þurrt auga í húsinu eftir að þjóðsöngurinn var tekinn! Eftir tónleikana var svo allsherjarveisla með skemmtiatriðum, miklum söng og stuði.

Stífar æfingar

Kirkjan að fyllast, létt stress í gangi.

Eftir góða tónleika í St Mary Abbot’s Church.

2014 Kóramót í London 7

 

 

 

Haustið 2015 tók Lisa Fröberg við stjórn kórsins og ný heimasíða kórsins auk facebook síðu var tekin í gagnið.

Fyrsta æfing haustsins var þann 7. september i safnaðarheimili Västra Frölunda kirkju.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.