Allar færslur eftir Ingibjörg Þ
Voiceland – kóramót íslenskra kóra í útlöndum 6 apríl 2019
Þorrablót og opin æfing 12 mars. Allir velkomnir
Þorrablótsnefnd og Íslenski kórinn í Gautaborg þakkar gestum og velunnurum Þorrablóts 2018 fyrir frábærlega vel heppnað kvöld um helgina. Hljómsveitin Guggurnar frá Hornafirði héldu upp stuðinu https://www.facebook.com/guggurnar og maturinn sem kom frá Grimsis i Bollebygd http://www.grimsis.se bragðaðist vel. Við viljum einnig þakka fyrir veglega happdrættisvinninga sem komu frá Helga Björgvinssyni leirkerasmiði í Härryda, http://www.helgi.se/ , Grimsis fyrir páskaegg og síðast en ekki síst Viglundi Gíslasyni og Icelandair!
Við viljum minna á opna æfingu kórsins mánudaginn 12 mars kl 18:30 i Västra Frölunda Församlingshem. Allir eru velkomnir að koma og hlusta eða syngja með okkur.
Velkomin á kóræfingu með Íslenska kórnum í Gautaborg !
Gleðileg jól
Íslenski kórinn í Gautaborg óskar ykkur öllum gleðilegra jóla.
Velkomin á jólatónleika með okkur 6 des kl 18:30
Nýjir félagar velkomnir! Æfingar hefjast að nýju mánud. 4. sept. kl 18:30
Bjarni Arngrímsson er látinn
b Bjarni á góðri stund í maí 2017
Fyrrum kórfélagi og einn af heiðursfélögum kórsins, Bjarni Arngrímsson lést þann 4. júli s.l. Hans verður sárt saknað af okkur í kórnum enda góður félagi, bæði skemmtilegur og vís. Þó svo að langt sé um liðið síðan Bjarni var liðtækur í kórstarfinu var hann tíður gestur á uppákomum kórsins. Blessuð sé minning Bjarna.
Kæri vinur Bjarni.
Nú er lokið langri ferð og ég veit að þú átt góða heimkomu.
Ég kynntist Halldóru og Bjarna fyrst hér í Gautaborg, en þau störfuðu um langt skeið við sálfræðiþjónustu, bæði sjálfstætt og innan sænska kerfisins og nutu þar trausts og virðingar. En það var fyrst og fremst í sambandi við kór og kirkju sem ég kynntist Bjarna. Þau Halldóra voru alltaf boðin og búin að taka þátt í öllum þáttum kórstarfsins. Þau skildu að þetta starf var að drjúgum hluta íslenskt menningarstarf. Meðal annars styrktu þau starfið með því að leggja fram fé til að kórfélagar gætu fengið raddþjálfun. Og hver man ekki eftir þætti þeirra hjóna í ýmsum ferðalögum svo sem Íslandsferðinni góðu. Bjarni kom líka til mín færandi hendi með nótur að lögum eftir frænda sinn Árna Björnsson. Ég get varla hugsað mér einlægari félaga eða áhugasamari um starfið.
Kæri vinur. Íslenski kórinn í Gautaborg á ykkur Halldóru mikið að þakka og við Tuula söknum góðs vinar. Það er mikil gæfa að hafa kynnst svona góðum dreng.
Kristinn Jóhannesson
Vortónleikar í Aftonstjörnunni 12 maí kl 19:00
Buss 16 frá Brunnsparken – farið úr við stoppistöðina Sannegårdshamen – yfir götuna og gangið nokkra metra að Gjutaregatan, upp brekkuna og þið sjáið Leikhús Aftonstjarnan.
Miðaverð 100 kr
Léttar veitingar eru til sölu fyrir tónleika og í hléi
Að mæta á kóræfingu er alltaf á döfinni. Og allir eru velkomnir!
Næsta æfing er með Sigga þriðjudaginn 21 febrúar kl 18:30
Ein rödd til viðbótar er náttúrulega röddin sem við vorum að bíða eftir. Svo innilega velkomin í hópin.