Þorrablótsnefnd og Íslenski kórinn í Gautaborg þakkar gestum og velunnurum Þorrablóts 2018 fyrir frábærlega vel heppnað kvöld um helgina. Hljómsveitin Guggurnar frá Hornafirði héldu upp stuðinu https://www.facebook.com/guggurnar og maturinn sem kom frá Grimsis i Bollebygd http://www.grimsis.se bragðaðist vel. Við viljum einnig þakka fyrir veglega happdrættisvinninga sem komu frá Helga Björgvinssyni leirkerasmiði í Härryda, http://www.helgi.se/ , Grimsis fyrir páskaegg og síðast en ekki síst Viglundi Gíslasyni og Icelandair!
Við viljum minna á opna æfingu kórsins mánudaginn 12 mars kl 18:30 i Västra Frölunda Församlingshem. Allir eru velkomnir að koma og hlusta eða syngja með okkur.